24.2.2008 | 02:40
Eyrnafullnæging
Jájá, ég er ung, en ég er líka nörd auk þess að vera gömul sál, og ég fór á þessa tónleika. Ég hef aldrei hlustað mikið á Hinn íslenzka Þursaflokk áður en auðvitað hefur maður heyrt hin og þessi lög út undan sér, og hvert einasta grípur mína athygli.
Ég hef gaman af því þegar hljómsveitir taka sig til og nota sinfóníur eða í þessu tilfelli svona litla sveit til að hefja lögin sín upp á efra plan. Það sem þessar tegundir hljóðfæra geta gert, komið manni í yfirnáttúrulegt hugarástand, er ótrúlegt, og að nota þessa tónlist sem nýjan grunn undir gömul og góð lög - ah! Dásemd. Kammersveitin Caput stóð sig vel, þau kunna að spila, en ég hefði örugglega fengið eyrnafullnægingu ef þeir hefðu farið alla leið og tekið Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér í þetta.
Þessir tónleikar minntu mig á það af hverju ég hlusta á tónlist: af því að ég hef gaman af að analysera, brjóta hluti upp í grunneiningar sínar og finna út hvernig þeir virka. Ég hlusta á tónlist á sama hátt og ég borða mat. Stundum komu upp hugsanir á tónleikunum eins og "Þarna hefðu blásturshljóðfærin mátt fara hærra" eða því líkt(sbr: "þarna hefði ég mátt nota meira salt"), en það var allt í lagi.
Þeir skemmtu manni nógu mikið til að maður gleymdi hvað sætið uppi í stúku var óþægilegt.
Þursarnir hafa engu gleymt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.