Flott hjá ykkur, asnar

Enn og aftur er valið lag í þessa asnalegu keppni sem er öruggt að vinni ekki. Viðurkennið það. Um þriðjungur allra laganna sem keppa í sjálfri keppninni munu hljóma nánast alveg eins og þetta lag! Ég held að fólk hafi alls ekki velt því fyrir sér hvort það myndi kjósa þetta lag ef það væri frá öðru Evrópulandi. Veltið því fyrir ykkur. Þó ég sé alls ekki fylgjandi þessum hó hó hó brandara þá væki það lag að minnsta kosti einhverja athygli... þetta lag mun gleymast um leið og flutningnum í Serbíu er lokið. Ég var að enda við að horfa á upptöku af því fyrir nokkrum mínútum og ég man ekki einu sinni hvernig það hljómar.

Í alvöru talað. 


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR

Björn (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Dark Side

Þau komust áfram á fornri frægð en ekki laginu sjálfri.

Dark Side, 24.2.2008 kl. 02:49

3 identicon

Alltaf fróðlegt að sjá aðila sem finnst þessi keppni "asnaleg" kommenta svo sterklega um að ömurlegt lag hafi unnið, eða lag sem er öruggt að vinni ekki sé valið... hvar eru rök fyrir þessu???? Nú hef ég hlustað á 17 lög sem keppa til úrslita af þesum rúmlega 40 lögum - og þetta lag hljómar ekki eins og eitt einasta þeirra!

Mér fannt hóhóhó fyndið fyrst en það var á playbacki. Núna þegar þau sungu "live" þá voru þau langverstu flytjendurnir ... algjörlega. Við vöktum athygli með Silvíu Nótt - hvernig gekk okkur þá??? Næsta sem við höfum komist í úrslitin síðustu árin er með lagi Eiríks í fyrra!

Í alvöru talað ... ef þú hefur horft á upptöku af laginu fyrir nokkrum mínútum, og manst ekki einu sinni hvernig það hljómar, ... þá myndi ég hafa áhyggjur. Hvað fannst þér t.d. um það að tveir af þremur "sérfræðingum" laugardagslaganna völdu Dr. Spock sem besta atriði kvöldsins?

Og af hverju viljum við vekja athygli? Viljum við ekki kjósa besta lagið og besta flutninginn hverju sinni?? Erum við svo tapsár eftir Selmu-floppið fyrir þremur árum að við sendum Silvíu Nótt út? Erum við svo tapsár eftir Eiríks-vonbrigðin, að við ætlum að senda bara eitthvað grín út?

Veltu því aðeins fyrir þér. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:51

4 identicon

Bíddu nú við,mér finnst keppnin asnaleg og leiðinleg en ég horfði í gær með von um að eitthvað skemmtilegt yrði kosið ekki þetta viðbjóðslega sjampó sem fer á endanum út,það er fólk sem virkilega tekur sig alvarlega sem tónlistarfólk en lætur plata sig í þessa vitleysu.Mig langaði að senda Silvíu Nótt og kaus það,mig langaði ekki að senda Selmu út en fékk engu um það ráðið því engin forkeppnin var það árið heldur var það búið til fyrir þau,líklega var eitthvað lítið að gera ekkert idol eða eitthvað.Ég kaus Dr.Spock því þeir eru snillingar og lagið var líka nokkuð gott,þegar við erum búin að floppa með þetta lag legg ég til að helst leggjum við þetta rugl niður,en sem annann kost höldum enga forkeppni og sendum á næsta ári Forgarð Helvítis með einhverja ballöðu,þá skal ég jafnvel poppa

Steini (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 10:07

5 identicon

shii..

Aron (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Furðuvera

Mér er alveg nokkuð sama um það hvort Ísland vinni nokkurn tímann. Persónulega yrði ég ekkert hress með að landinu yrði drekkt í milljón júróvísjóngestum ef við ynnum einhvern tímann og þyrftum að halda keppnina hér, þannig að partur af mér er ánægður með að við sendum lag sem á ekki séns.

 Mér finnst hinsvegar leiðinlegt að senda fulltrúa íslensks tónlistarsmekks í formi miðaldra vælandi ballöðutekknódrullu.

Hvernig væri nú að prófa að senda t.d. hljómsveit sem hefur allavega skapað sér einhverjar vinsældir hér á landi meðal ANNARRA en miðaldra kvenmanna eins og þessi tvö hafa að mestu gert? Líkt og ef 12-13 ára smástelpum hefði verið bannað að kjósa t.d. þegar Birgitta Haukdal var send um árið þá hefði Botnleðja tekið þessa keppni í rassgatið fyrir fullt og allt, er ég nokkuð viss um.

Furðuvera, 28.2.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband