12.12.2007 | 16:54
Nei hættið nú alveg
Andskotinn sjálfur, ég hef ekki skrifað hérna lengi og var að hugsa um að hætta því, en ég verð að tjá mig aðeins um þetta bölvaða kjaftæði sem þessir pungar láta út úr sér!
Í fyrsta lagi þá tek ég þessum ummælum þeirra sem hreinni og klárri móðgun við alla ókristna á Íslandi. Í alvöru talað, að segja að kristinin sé undirstaða siðmenningar á landinu, er það ekki að gefa í skyn að ef þetta "yndislega" kristniboð hefði ekki komin hingað fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá værum við ennþá villimenn með hyrnda hjálma höggvandi mann og annan? Erum við sem fylgjum ekki predikunum ósýnilegs himnadraugs og tvöþúsund ára syni hans einfaldlega siðlaus? Ég man vel eftir því hvernig börnum er kennd kristnifræði, enda ekki langt síðan ég losnaði úr grunnskóla. Þetta er hreint og klárt kristniBOÐ. Auk þess er byrjað að kenna þetta svo snemma að börnin fá ekki tíma til að þróa með sér sjálfstæðan vilja, og líta þess vegna á allar þessar sögur um fæðingu og athafnir Jesúss sem hreinar staðreyndir. Seinna meir þegar t.d. norræn goðafræði er kennd, þá er bara talað um ýmsar sögur og skáldapersónur, en varla minnst á það að margir á Íslandi fylgja þessu sem trúarbragði.
Kristni kom til Íslands fyrir fjandinn hafi það ÞÚSUND ÁRUM SÍÐAN! Það er kominn tími til að ríkið horfist í augu við að nútíma fólk er ekki eins trúgjarnt og á þeim tíma! Þessir gömlu karlar sem virðast ráða öllu eru allt of fastir í fortíðinni, þegar mæður þeirra sögðu þeim að biðja bænir sínar á hverju kvöldi ef þeir vildu að hlutirnir færu á þann veg sem þeir vildu.
Aðskilnað ríkis og kirkju, NÚNA. Áður en allt fer til fjandans og börnin sem nú eru verðandi vísindamenn, læknar og alþingismenn fari að grundvalla sínar skoðanir og ályktanir á trúarlegu uppeldi. Hvað yrði þá um framsækna og mögulega lífsbjargandi hluti eins og stofnfrumurannsóknir o.fl.?
Ef við erum að reyna að vera framsækin og nútímaleg þjóð, þá blasir það auðvitað við að ekki geta ríkið og kirkjan verið bestu vinir, þar sem annað miðar að því að stjórna með framtíð þjóðarinnar og landsins í huga, en hitt er fast í fortíðinni með tilbeiðslu vættar sem engin(heilsteipt) manneskja sér eða heyrir?
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill.
Varðandi kristilegt siðgæði og söguna, þá er það áhugavert að núverandi kristnum sið var komið á með ofbeldi; hálshöggvun. Siðlegt það.
Svo las ég mjög góðan pistil í 24 stundum í dag, eftir Brynjólf nokkurn Þorvarðarson. Þar benti hann á ýmsar áhugaverðar tölfræðilegar staðreyndir, eins og að aðeins um 51% Íslendinga telji sig kristna í einhverjum skilningi, og að aðeins um 10% Íslendinga tryðu á upprisuna, grundvallaratriði kristinnar trúar! Það er því ekki skrýtið að verndarar þjóðkirkjunnar fari mikinn í að tala um kristilegt siðgæði, og segi nánast umbúðalaust að siðgæði geti ekki þrifist án kristni. Þeir verða víst að reyna að höfða til einhvers í sínum málflutningi ...
Þarfagreinir, 12.12.2007 kl. 17:21
Íslendingar hafa verið á sæmilegri framfarabraut - þrátt fyrir að vera kristin þjóð. Ég held það sé farsælast að halda í þann sið sem reynst hefur mönnunum best. Þetta eru reynsluvísindi, og ég held þau séu betri en einhver hugsjónafræði, sem virðast þrífast á upphrópunum, sleggjudómum og stundum svívirðingum. Verður einhvern vegin ósannfærandi. Til dæmis var Jón Arason ekki hálshöggvinn af kirkjunni, og ekki vegna trúarskoðana, heldur vegna þess að hann vildi ekki hlýða skipun konungs. Heimildin um að ráðsmaðurinn hafi sagt: öxin og jörðin geyma hann best - er lýsandi fyrir að kirkjuvaldið kvað ekki upp dauðadóm. Það gerði veraldlega valdið.
guðni (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 18:03
Áhugaverður punktur um hver lét hálshöggva Jón Arason, og viðurkenni ég að þekking mín á þeim viðburði er ekki yfirgripsmikil.
Annars er aðalatriðið ekki að Íslendingar hætti að vera kristnir, heldur að fólk geri sér grein fyrir því að ekki þarf stuðning ríkisins til að halda Íslendingum kristnum. Ég hef fulla trú á að meginþorri þjóðarinnar muni haldast kristinn þó að ekki verði hér þjóðkirkja eða alls konar önnur tengsl ríkis og kirkju.
Einnig er það sannarlega móðgandi fyrir okkur guðleysingjanna þegar sífellt er ýjað að því að undirstaða siðferðisins sé kristni. Ætlast þeir sem þessu básúna virkilega að við sitjum þegjandi undir þeim ásökunum að við séum siðlaus af því að við erum ekki kristin? Það er gott og blessað að hafa trú, og ég ætla mér ekki að setja út á það, en mér finnst fulllangt gengið þegar ríkisstarfsmenn þykjast hafa höndlað einhvern lykil að siðgæðinu, sem þeir síðan vilja þröngva upp á almúgann - og kalla þá sem aðhyllast aðra siði svo gott sem siðlausa.
Þarfagreinir, 12.12.2007 kl. 18:11
Voru það ekki kristnir sem gengu um og aflimaði fólk sem ekki vildi taka upp kristni?
Ekki minnist ég þess að ásatrú hafi þannig verið þvingað upp á fólk.
Ég er að sjálfsögðu ekki að segja að menn sem aðhylltust ásatrú hafi aldrei hoggið mann og annan - bara benda á að þannig var bara tíðarandinn, bæði hjá ásatrúarfólki og kristnum.
Er verið að gefa í skyn að öll lönd sem ekki eru kristin séu siðlaus?
Hvað með austurlandabúa? Japani t.d.?
Tigra (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.