Ætli þetta hristi loksins upp í fólki?

Ég ætla bara rétt að vona að fólk, sérstaklega stjórnvöld í Kína, fari nú að sjá að sér. Ég trúi því ekki að það sé séns að það séu enn til einstaklingar af þessari tegund. Síðasta talning fyrir tíu árum, og þá voru þeir bara þrettán? Það er fyrst og fremst ekki nógu mikil genafjölbreytni eftir í þeim litla hóp til að halda tegundinni gangandi, þannig að ég er ekki vongóð. Þetta virðist kannski ekki vera mikið mál fyrir sumum, iss, bara einhverjir höfrungar sem enginn á eftir að sakna, en þetta er ekki einsdæmi.

 Hlébarðategund í Síberíu(minnir mig) telur nú aðeins um 40 einstaklinga, og því er lítil von fyrir þá. Þetta eru gullfalleg dýr, hörð af sér, og sjaldgæfasta kattartegund í heimi. Gúgglið myndir af amur leopard, þeir eru ótrúlega fallegir.

Önnur dæmi? Hvað með tígrisdýrin? Dýr sem við höfum þekkt síðan við vorum börn, og nú er lítill séns á því að barnabörnin okkar geti lifað með þeim eins og við. Dýr sem eru að fara sömu leið eru t.d. fílar, hvalir,  hvítabirnir, alls kyns fuglar og skriðdýr, og allt er þetta beint eða óbeint út af græðgi og óvarkárni af hálfu mannkyns. Svo þarf bara að nefna fyrirbæri eins og aukin gróðurhúsaáhrif, þynningu ósonlagsins, ofveiði og skógareyðingu, er þetta ekki allt manninum að kenna? Persónulega skammast ég mín fyrir að vera mennsk þegar ég frétti af einhverju svona.

 Ég mæli með því að fólk kynni sér BBC þáttaröðina Planet Earth til að vitkast aðeins um þessi mál og virkilega sjá hvað við erum að eyðileggja.


mbl.is Ferskvatnshöfrungur líklega útdauður eftir 20 milljónir ára á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband