Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2008 | 02:40
Eyrnafullnæging
Jájá, ég er ung, en ég er líka nörd auk þess að vera gömul sál, og ég fór á þessa tónleika. Ég hef aldrei hlustað mikið á Hinn íslenzka Þursaflokk áður en auðvitað hefur maður heyrt hin og þessi lög út undan sér, og hvert einasta grípur mína athygli.
Ég hef gaman af því þegar hljómsveitir taka sig til og nota sinfóníur eða í þessu tilfelli svona litla sveit til að hefja lögin sín upp á efra plan. Það sem þessar tegundir hljóðfæra geta gert, komið manni í yfirnáttúrulegt hugarástand, er ótrúlegt, og að nota þessa tónlist sem nýjan grunn undir gömul og góð lög - ah! Dásemd. Kammersveitin Caput stóð sig vel, þau kunna að spila, en ég hefði örugglega fengið eyrnafullnægingu ef þeir hefðu farið alla leið og tekið Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér í þetta.
Þessir tónleikar minntu mig á það af hverju ég hlusta á tónlist: af því að ég hef gaman af að analysera, brjóta hluti upp í grunneiningar sínar og finna út hvernig þeir virka. Ég hlusta á tónlist á sama hátt og ég borða mat. Stundum komu upp hugsanir á tónleikunum eins og "Þarna hefðu blásturshljóðfærin mátt fara hærra" eða því líkt(sbr: "þarna hefði ég mátt nota meira salt"), en það var allt í lagi.
Þeir skemmtu manni nógu mikið til að maður gleymdi hvað sætið uppi í stúku var óþægilegt.
Þursarnir hafa engu gleymt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 02:14
Flott hjá ykkur, asnar
Enn og aftur er valið lag í þessa asnalegu keppni sem er öruggt að vinni ekki. Viðurkennið það. Um þriðjungur allra laganna sem keppa í sjálfri keppninni munu hljóma nánast alveg eins og þetta lag! Ég held að fólk hafi alls ekki velt því fyrir sér hvort það myndi kjósa þetta lag ef það væri frá öðru Evrópulandi. Veltið því fyrir ykkur. Þó ég sé alls ekki fylgjandi þessum hó hó hó brandara þá væki það lag að minnsta kosti einhverja athygli... þetta lag mun gleymast um leið og flutningnum í Serbíu er lokið. Ég var að enda við að horfa á upptöku af því fyrir nokkrum mínútum og ég man ekki einu sinni hvernig það hljómar.
Í alvöru talað.
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2007 | 16:54
Nei hættið nú alveg
Andskotinn sjálfur, ég hef ekki skrifað hérna lengi og var að hugsa um að hætta því, en ég verð að tjá mig aðeins um þetta bölvaða kjaftæði sem þessir pungar láta út úr sér!
Í fyrsta lagi þá tek ég þessum ummælum þeirra sem hreinni og klárri móðgun við alla ókristna á Íslandi. Í alvöru talað, að segja að kristinin sé undirstaða siðmenningar á landinu, er það ekki að gefa í skyn að ef þetta "yndislega" kristniboð hefði ekki komin hingað fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá værum við ennþá villimenn með hyrnda hjálma höggvandi mann og annan? Erum við sem fylgjum ekki predikunum ósýnilegs himnadraugs og tvöþúsund ára syni hans einfaldlega siðlaus? Ég man vel eftir því hvernig börnum er kennd kristnifræði, enda ekki langt síðan ég losnaði úr grunnskóla. Þetta er hreint og klárt kristniBOÐ. Auk þess er byrjað að kenna þetta svo snemma að börnin fá ekki tíma til að þróa með sér sjálfstæðan vilja, og líta þess vegna á allar þessar sögur um fæðingu og athafnir Jesúss sem hreinar staðreyndir. Seinna meir þegar t.d. norræn goðafræði er kennd, þá er bara talað um ýmsar sögur og skáldapersónur, en varla minnst á það að margir á Íslandi fylgja þessu sem trúarbragði.
Kristni kom til Íslands fyrir fjandinn hafi það ÞÚSUND ÁRUM SÍÐAN! Það er kominn tími til að ríkið horfist í augu við að nútíma fólk er ekki eins trúgjarnt og á þeim tíma! Þessir gömlu karlar sem virðast ráða öllu eru allt of fastir í fortíðinni, þegar mæður þeirra sögðu þeim að biðja bænir sínar á hverju kvöldi ef þeir vildu að hlutirnir færu á þann veg sem þeir vildu.
Aðskilnað ríkis og kirkju, NÚNA. Áður en allt fer til fjandans og börnin sem nú eru verðandi vísindamenn, læknar og alþingismenn fari að grundvalla sínar skoðanir og ályktanir á trúarlegu uppeldi. Hvað yrði þá um framsækna og mögulega lífsbjargandi hluti eins og stofnfrumurannsóknir o.fl.?
Ef við erum að reyna að vera framsækin og nútímaleg þjóð, þá blasir það auðvitað við að ekki geta ríkið og kirkjan verið bestu vinir, þar sem annað miðar að því að stjórna með framtíð þjóðarinnar og landsins í huga, en hitt er fast í fortíðinni með tilbeiðslu vættar sem engin(heilsteipt) manneskja sér eða heyrir?
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2007 | 21:29
Klikkhaus
Ég fékk þá hugmynd fyrir einhverju síðan að Bush væri í raun vélmenni. Þá sé honum stjórnað af litlum grunnskólastrák með gleraugu og yfirnáttúrulegar gáfur. Strákurinn er klassískt dæmi um brjálaðan og ofbeldisfullan klikkhaus sem við þekkjum öll úr okkar skólagöngu.
"Ég vil berja og drepa Íraka af því að þeir eru leiðinlegir!!"
En hann lætur vélmennið segja að hann vilji laga Írak, ekki skemma, af því að strákurinn er klár og veit að þá yrði fólkið ánægt.
"Ég vil fara í stríð við Íran af því að það er asnalegt land!"
En hann lætur vélmennið segja að hann sé hræddur við að Íran sprengi Bandaríkin, af því að strákurinn er klár og veit að þá yrði fólkið ánægt.
Hinsvegar er fólk farið að sjá í gegnum kallinn núna. Það hefur ekkert lagast í Írak, og enginn hefur heyrt Írani segjast vilja sprengja Bandaríkin. Bush hefur líka verið að segja skrítna hluti, enda er strákurinn ekki nógu fullkomlega klár til að hafa stjórn á bilunum í forritun vélmennisins:
"I've heard rumors on the... uh... internets..."
"Rarely is the question asked: Is our children learning?"
"I know the human being and fish can coexist peacefully."
"There's an old saying in Tennessee I know it's in Texas, probably in Tennessee that says, fool me once, shame on shame on you. Fool me you can't get fooled again."
Við vitum um vélmennið þitt ungi drengur.
Við vitum allt.
Og við erum ekki hress.
Segir Bandaríkjastjórn vilja gera árás á Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 19:27
Ætli þetta hristi loksins upp í fólki?
Ég ætla bara rétt að vona að fólk, sérstaklega stjórnvöld í Kína, fari nú að sjá að sér. Ég trúi því ekki að það sé séns að það séu enn til einstaklingar af þessari tegund. Síðasta talning fyrir tíu árum, og þá voru þeir bara þrettán? Það er fyrst og fremst ekki nógu mikil genafjölbreytni eftir í þeim litla hóp til að halda tegundinni gangandi, þannig að ég er ekki vongóð. Þetta virðist kannski ekki vera mikið mál fyrir sumum, iss, bara einhverjir höfrungar sem enginn á eftir að sakna, en þetta er ekki einsdæmi.
Hlébarðategund í Síberíu(minnir mig) telur nú aðeins um 40 einstaklinga, og því er lítil von fyrir þá. Þetta eru gullfalleg dýr, hörð af sér, og sjaldgæfasta kattartegund í heimi. Gúgglið myndir af amur leopard, þeir eru ótrúlega fallegir.
Önnur dæmi? Hvað með tígrisdýrin? Dýr sem við höfum þekkt síðan við vorum börn, og nú er lítill séns á því að barnabörnin okkar geti lifað með þeim eins og við. Dýr sem eru að fara sömu leið eru t.d. fílar, hvalir, hvítabirnir, alls kyns fuglar og skriðdýr, og allt er þetta beint eða óbeint út af græðgi og óvarkárni af hálfu mannkyns. Svo þarf bara að nefna fyrirbæri eins og aukin gróðurhúsaáhrif, þynningu ósonlagsins, ofveiði og skógareyðingu, er þetta ekki allt manninum að kenna? Persónulega skammast ég mín fyrir að vera mennsk þegar ég frétti af einhverju svona.
Ég mæli með því að fólk kynni sér BBC þáttaröðina Planet Earth til að vitkast aðeins um þessi mál og virkilega sjá hvað við erum að eyðileggja.
Ferskvatnshöfrungur líklega útdauður eftir 20 milljónir ára á jörðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 19:52
Meikar sens
Ef ég sé 17-20 ára strákling aka framhjá á Subaru Impreza eða uppstílaðri Hondu á 100km/klst, þá kveikir það ekki beinlínis í mér. Reyndar er það eitt það ömurlegasta sem ég sé, strákar og karlmenn sem kunna bara að vekja athygli á sér með því að sýna hvað bíllinn sinn er rosalega flottur og kraftmikill. Adrenalínfíkn er ekki kúl. Ég yrði bara skíthrædd í bíl með svona manneskju... ég er bara fegin að minn maður ekur Yaris og gerir það vel, án þess að setja mig í stórkostlega hættu. Þess má líka geta að hann er karlmennskan uppmáluð.
Ég er sjálf að fá bílpróf bráðum, og ég vil aldrei nokkurn tímann mæta svona brjálæðingi í umferðinni. Það er bara ekki áhættunnar virði að fá tímabundið adrenalínkikk úr hraðakstri, ef það gæti drepið einhvern.Forvarnarauglýsing fyrir neðan belti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)