Meikar sens

Ef ég sé 17-20 ára strákling aka framhjá á Subaru Impreza eða uppstílaðri Hondu á 100km/klst, þá kveikir það ekki beinlínis í mér. Reyndar er það eitt það ömurlegasta sem ég sé, strákar og karlmenn sem kunna bara að vekja athygli á sér með því að sýna hvað bíllinn sinn er rosalega flottur og kraftmikill. Adrenalínfíkn er ekki kúl. Ég yrði bara skíthrædd í bíl með svona manneskju... ég er bara fegin að minn maður ekur Yaris og gerir það vel, án þess að setja mig í stórkostlega hættu. Þess má líka geta að hann er karlmennskan uppmáluð.

Ég er sjálf að fá bílpróf bráðum, og ég vil aldrei nokkurn tímann mæta svona brjálæðingi í umferðinni. Það er bara ekki áhættunnar virði að fá tímabundið adrenalínkikk úr hraðakstri, ef það gæti drepið einhvern.
mbl.is Forvarnarauglýsing fyrir neðan belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Akkúrat.  Góð pæling.  Það er hægt að fá þetta fína tímabundna adrenalínkikk í rússibana.  Verst þeir vaxa ekki á Íslandi.  En þetta var nú bara svona til að benda á að það eru til betri leiðir að adrenalínkikki en stofna náunganum í lífshættu.

krossgata, 27.6.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Þarfagreinir

Ég ek á litlum japönskum bíl ... hef ekkert að sanna.

Þetta er skemmtileg herferð annars, og vonandi skilar hún einhverjum árangri.

Þarfagreinir, 27.6.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Anna

Það sorglega er að ef maður horfir á bílinn þá gera svona gaurar ráð fyrir því að maður sé að dást að bílnum og hugsa hvað þeir eru töff.  Sem gæti ekki verið lengra frá sannleikanum, a.m.k. ekki í mínu tilfelli.  Bílar eru tæki til að komast á milli staða og mér finnst einstaklega grunnhyggið þegar fólk horfir á bíla sem stöðutákn. 

Jú jú, sumir bílar (reyndar flestir) eru kannski dýrari en minn en samt kemst ég í vinnuna í fyrramálið 

Anna, 29.6.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að auglýsa síðu sem var sett upp 16 júní með slagorðinu "Hagur umferðar / taktu því rólega | hraðakstur er ekki þitt einkamál" slóðin á hana er http://easy.is og hún verður í framtíðinni partur af http://nullsyn.is ég vona að sem flestir taki þessu vel og skrifi nafn sitt undir.

Sævar Einarsson, 30.6.2007 kl. 12:10

5 Smámynd: Ísdrottningin

En ef þú sérð Ísdrottninguna á flotta upphækkaða jeppanum?
(Á löglegum hraða að sjálfsögðu...)

Hæ annars

Ísdrottningin, 6.7.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband